Skip to main content
Frétt

Janúargreiðsla örorkulífeyris frá TR í tvennu lagi

By 23. desember 2014No Comments

1. janúar 2015 er greitt eins og mánaðarlega upphæð var 2014. Leiðrétting vegna hækkunar lífeyrisgreiðslna um 3% verður greidd út 15. janúar. 2015.  Greiðslu- og tekjuáætlanir 2015 birtar um miðjan janúar.

Breytingarnar örorkulífeyris almannatrygginga frá 1. janúar 2015
Fjárhæðir örorkugreiðslna almannatrygginga hækka um 3%. Efri tekjumörk fyrir sérstaka uppbót til framfærslu, svokölluð lágmarksframfærslutrygging, hækkar úr 218.515 kr.á mánuði og verður 225.070 kr. á mánuði, fyrir einstakling sem býr einn og fær heimilisuppbót, en úr 188.313 kr. í 193.962 kr. á mánuði fyrir þá sem ekki fá greidda heimilisuppbót.

Tekjumörk vegna uppbótar á lífeyri hækka úr 2.400.000 kr. á ári og í 2.700.840 kr. á ári. 

Greiðsluáætlanir verða birtar á „mínum síðum“ um miðjan janúar. 

Leiðrétting vegna hækkunar um lífeyrisgreiðslna um 3% verður greidd út 15. janúar. Sjá nánar á vef TR, www.tr.is