Skip to main content
Frétt

Knýjandi að lögfesta samning SÞ

By 11. nóvember 2011No Comments

sagði Hjördís Anna Haraldsdóttir í samtali í fréttatíma RUV 9. nóvember sl.

Í gær var lokafundur í fundaröð ÖBÍ sem staðið hefur frá því í febrúar á þessu ári í tengslum við yfirfærslu á þjónustu til fatlaðs fólk frá ríki til sveitarfélaga. Farið hefur verið um allt land til að ræða þessi mál, kynna sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks, 8 að tölu, sem hófu störf eftir yfirfærslu þjónustunnar. mættu á fundi og kynnti sig og sitt verksvið hver á sínu svæði.

Hjördís Anna Haraldsdóttir, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði í viðtali á RUV það mjög mikilvægt að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Með honum muni viðhorf til fatlaðra breytast.

Á fundinum kom einnig fram mikilvægi þessa að fatlað fólk kynnti sér samning Sameinuðu þjóðanna til að þekkja sinn rétt.