Skip to main content
Frétt

Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu 60 – 69 ára leiðréttur!

By 29. janúar 2010No Comments
Engar hækkanir verða á hlutdeild í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu fyrir lífeyrisþega 67 til og með 69 ára, sem fá óskertan ellilífeyri.

Í ljós kom að í reglugerð 14/2010 sem tók gildi 1. janúar sl., að komugjöld aldraðra lífeyrisþega, 67 til 69 ára sem njóta óskerts lífeyris, stóðu ekki í stað eins og til stóð. Heilbrigðisráðherra hefur nú gert reglugerðarbreytingu sem gildir frá 1. janúar sl. í þá veru að gjaldið hækki ekki hjá þessum hópi.

Sjá fréttina í heild á heimasíðu TR / Sjúkratrygginga Íslands