Skip to main content
Frétt

Kreppa ógnar atvinnu fatlaðra einstaklinga

By 8. júní 2009No Comments
Þátttakendur árlegrar ráðstefnu Workability Europe, evrópusamtaka þjónustufyrirtækja og vinnuveitenda fatlaðra einstaklinga, lýsa yfir áhyggjum sínum vegna áhrif efnahagskreppurnar á atvinnuhorfur fatlaðra einstaklinga.

Á ráðstefnunni sem fram fór í Búkarest dagana 26.-29. maí síðastliðinn greindu meðlimir Workability Europe frá allt að 30% atvinnumissi sem og töluverðu tekjutapi. Þetta á sérstaklega við um ástandið í iðnaði. Hugsanlegt er að afleiðingar kreppunnar yrðu til þess að spilla þeim framförum sem náðst hafa undanfarin ár, jafnvel áratugi, í atvinnumálum fatlaðra.

Ályktun og stefnumörkun

Á ráðstefnunni störfuðu margir vinnuhópar að stefnumörkun til að vinna bug á erfiðleikunum. Þátttakendur ályktuðu að viðfangsefnin sem framundan eru verði að skoða sem tækifæri til að byggja upp sterkari samtök og sjálfbærari viðskiptalíkön með því að endurskoða starfsemi, koma hugvitsömum úrlausnum í framkvæmd, örva samvinnu milli landa og deila góðu verklagi milli meðlima.

Ályktun ráðstefnunnar í Búkarest.

Bjóða stjórnvöldum samvinnu og sérþekkingu

Workability Europe og meðlimir þess minntu ríkisstjórnir og evrópustofnanir á að félagskerfi koma einnig á félagslegu jafnvægi og á tímum óvissu í efnahagsmálum eykst mikilvægi þessara kerfa fyrir samfélagið.

Workability Europe býður þess vegna viðeigandi stjórnvöldum sérþekkingu sína og samvinnu við að útvega lausnir og aðferðir til þess að taka á málefninu.

Workability Europe,evrópusamtök þjónustufyrirtækja og vinnuveitenda fatlaðra einstaklinga, koma fram fyrir hönd 40 evrópskra samtaka sem samtals hafa 1,5 milljón einstaklinga í vinnu.

Hlutverk – Samtök um vinnu og verkþjálfun eru aðili að samtökunum.