Skip to main content
Frétt

Lækkun, hækkun og niðurfelling

By 3. mars 2010No Comments
Greiðslustofa lífeyrissjóða hefur nú gert fyrstu tekjuathugun úr staðgreiðslu og breytingar verða hjá 1380 örorkulífeyrisþegum.

Greiðslustofa lífeyrissjóða hefur nú gert fyrstu tekjuathugun úr staðgreiðslu þessa árs. Slík tekjuathugun mun eftirleiðis fara fram 4 sinnum á ári við útborgun lífeyris í mars, júní, september og desember. Bréf vegna breytinga á lífeyri vegna mars eru á leið til lífeyrisþega eða ný komið til þeirra.

135 fá niðurfellingu lífeyrisgreiðslna!

Samkvæmt upplýsingum frá Greiðslustofu lífeyrissjóða eru send út 1380 bréf að þessu sinni vegna breytinga, þar af:

  • hækka lífeyrisgreiðslur til 629 lífeyrisþega
  • lækka lífeyrisgreiðslur til 610 lífeyrisþega
  • falla niður lífeyrisgreiðslur hjá 135 lífeyrisþegum

ÖBÍ mun leita upplýsinga hjá Greiðslustofu lífeyrissjóða um á hvaða tekjubili þessi einstaklingar eru og fylgjast náið með framhaldi þessara tekjuathugana og gera athugasemdir ef ástæða þykir til.

Örorkulífeyrisþegar sem telja óeðlilega að málum staðið vinsamlega geri athugasemdir við Greiðslustofu lífeyrissjóða.

Ráðgjafar ÖBÍ munu, sé þess óskað, skoða mál þeirra lífeyrisþega sem ekki telja sig fá skýr svör hjá Greiðslustofu lífeyrisþega.