Skip to main content
Frétt

Lækkun og hækkun hjá Lifeyrisjóði Vestfjarða.

By 28. maí 2009No Comments
Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga samþykkti að lækka áunnin réttindi um 12%, einnig var samþykkt hlutfallsleg hækkun greiðslu til þeirra sem voru lífeyrisþegar hjá sjóðnum árið 2008.

Lækkun áunnina lífeyrisréttinda um 12%

Á ársfundi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga var samþykkt að lækka áunnin réttindi um 12%. Áunnin réttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Vestfirðinga hafa verið hækkuð um 22,4% umfram hækkun vísitölu neysluverðs frá árinu 2002. Allur lífeyrir fylgir hækkun á vísitölu neysluverðs og hefur því hækkað um 18,8% frá 1. janúar 2008, sem er mun meira en laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um á sama tíma.

Tímabundin hækkun greiðslu eða eingreiðsla til líferyisþega 2008

Á ársfundinum var einnig lagt til að fjárframlag til Lífeyrissjóðs Vestfirðinga samkvæmt ákvæðum reglugerðar fjármálaráðherra nr. 1007/2008 samtals kr. 42.703.154 skuli nýtt til að hækka lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega sem fengu greiddan lífeyri á árinu 2008. Hver og einn lífeyrisþegi fær greiðslu sem nemur hlutfalli framangreindrar fjárhæðar eða 6,125% af greiddum lífeyri vegna ársins 2008. ´

Viðbótargreiðslan verður greidd út með 7 jöfnum greiðslum frá og með lífeyrisgreiðslum vegna júnímánaðar 2009. Ef lífeyrisgreiðslur hætta áður en 7 mánaða tímabilið er liðið eða er þegar hætt skal greiða það sem eftir stendur með eingreiðslu í lok greiðslutímabils.

Sjá fréttina í heild á heimasíðu Lífeyrissjóð Vestfirðinga