Skip to main content
Frétt

Lágtekjufólk fer enn á ný á mis við skattalækkanir

By 21. desember 2015No Comments
Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, skrifar grein í Kvennablaðið 18. desember um lækkun skatthlutfalls því ef frumvarp stjórnvlada til fjárlaga verð samþykkt óbreytt munu þei sem eru tekjulægstir verða út undan í annað skiptið því lækkun skatta. Sjá útreikninga um hvernig þetta mun nýtast ólíkum tekjuhópum.

Í frumvarpi til fjárlaga sem nú er til umræðu á Alþingi er gert ráð fyrir að lækka skatthlutfall í miðþrepinu, þ.e. fyrir tekjur á bilinu 309 til 836 þúsund krónur á mánuði, um 1,4%. Skatthlutfallið fyrir lægri tekjur (1. skattþrep) lækkar hins vegar mun minna eða 0,18%. Ef fyrirætlan þessi verður að lögum munu tekjulægstu einstaklingarnir í annað skipti á þessu kjörtímabili vera út undan við lækkun skatta. Í fjárlögum ársins 2015 var skattprósentan í 2. skattþrepi lækkun um 0,48% en skattprósentan í 1. skattþrepi aðeins um 0,02%.

Fyrirhuguð breyting þýðir hækkun ráðstöfunartekna  á bilinu 5.600 kr. til 6.500 kr. á ári fyrir stóran hóp lífeyrisþega. Því er ljóst að það bætir ekki lífsafkomu þeirra. Ráðstöfunartekjur einstaklings með 700.000 kr. á mánuði í atvinnutekjur myndu hins vegar hækka um 135.276 kr. á ári, eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Breyting á ráðstöfunartekjum eftir 0,18% lækkun 1. skattþreps og 1,4% lækkun 2. skattþreps (Fjárlagafrumvarp 2016).    

Screen Shot 2015-12-18 at 14.06.09

* Upphæðir miðast við boðaða 9,4% hækkun skv. fjárlagafrumvarpi 2016. Persónuafsláttur óbreyttur. Framfærsluviðmið fyrir skatt með 9,4% hækkun: 212.194 kr. án heimilisuppbótar og 246.227 kr. með heimilisuppbót.

** Atvinnutekjur fyrir frádrátt 4% iðgjalds í lífeyrissjóð. Dæmi blaðsíðu 12 í frumvarpi um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016. Þingskjal 2. 2. mál.

Lækkun skattprósentu í 1. skattþrepi myndi ná til lágtekjufólks

Í umsögn ÖBÍ um fjárlagafrumvarpið er meðal annars að finna tillögu um að fyrirhuguð skattalækkun (1,4%) komi inn í 1. skattþrep, en prósentuhlutfall annarra skattþrepa haldist óbreytt. Með þessu móti væri hægt að ná til allra skattgreiðenda og  tryggja að lágtekjufólk fengi sömu skattalækkun.

Screen Shot 2015-12-18 at 14.08.24

 

Breyting á ráðstöfunartekjum eftir 1,4% lækkun 1. skattþreps. Önnur skattþrep óbreytt (Tillaga í umsögn ÖBÍ um fjárlög 2016).

** Atvinnutekjur fyrir frádrátt 4% iðgjalds í lífeyrissjóð. Dæmi blaðsíðu 12 í frumvarpi um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016. Þingskjal 2. 2. mál.* Upphæðir miðast við boðaða 9,4% hækkun skv. fjárlagafrumvarpi 2016. Persónuafsláttur óbreyttur. Framfærsluviðmið fyrir skatt með 9,4% hækkun: 212.194 kr. án heimilisuppbótar og 246.227 kr. með heimilisuppbót.

 Hækkun persónuafsláttar

Önnur leið, sem einnig er lögð fram í umsögninni, er að hækka persónuafslátt verulega. Hér er um að ræða einfalda og skilvirka leið til að bæta stöðu lágtekjufólks, leið sem ekki flækir skattkerfið. Í dag greiða skattgreiðendur 37,3% af tekjum yfir 136.467 kr. á mánuði. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir 3% hækkun persónuafsláttar (hækkun um 1.527 kr. á mánuði).

Aukin misskipting

Leiðirnar tvær, lækkun skatthlutfalls í 1. skattþrepi og hækkun persónuafsláttar, myndu ná til allra skattgreiðenda og stuðla að auknum jöfnuði. Hvers vegna er sú leið ekki farin?

Í stefnuræðu forsætisráðherra í haust sl. fullyrti hann meðal annars að tekist hafi að „ná meiri jöfnuði en dæmi eru um í sögu landsins“. Þetta telja greinarhöfundar vera mikil öfugmæli miðað við hvernig fjárlögin birtast okkur nú og hafa gert síðustu ár. Það er alveg ljóst að ef þessar tillögur stjórnarflokkanna ná fram að ganga, sem margt bendir til, þá mun misskipting aukast. Tölurnar tala sínu máli. Að lokum viljum við benda á að útlit er fyrir að lífeyrisþegar fái hvorki sömu krónutöluhækkun né afturvirka hækkun eins og lægstu laun.