Skip to main content
Frétt

Leiðbeinandi reglur um ýmsa þjónustu við fatlað fólk

By 25. janúar 2012No Comments

velferðarráðherra hefur gefið út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk.

Á vef ráðuneytisins segir að reglurnar taka til þjónustu stuðningsfjölskyldna, ferðaþjónustu, styrkja til náms og til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks. Markmiðið með reglunum er að stuðla að samræmdri þjónustu milli sveitarfélaga og þjónustusvæða fatlaðs fólks.

Fréttin í heild ásamt tenglum á leiðbeinandi reglurnar á heimasíðu velferðarráðuneytisins.

Umsagnir ÖBÍ um drög að sömu reglum í október 2011. Stuðningsfjölskyldur.Ferðaþjónusta. – Styrkir til nám og, verkfæra-/tækjakaupa

Hér fyrir neðan er stiklað á stóru varðandi reglurnar.

Þjónusta stuðningsfjölskyldna

Í leiðbeinandi reglum um þjónustu stuðningsfjölskyldna kemur fram,

í 1. gr. að,  „ … Sveitarfélögum er skylt að tryggja að fjölskyldur fatlaðra barna eigi kost á þjónustu stuðningsfjölskyldna eftir því sem þörf krefur. Verkefni stuðningsfjölskyldu er að taka fatlað barn í umsjá sína í skamman tíma í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess og auka möguleika barnsins á félagslegri þátttöku….“

í 2. gr. að, „Þjónustan stendur til boða fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eða innan þess þjónustusvæðis sem ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustunnar.  

Þjónustan getur einnig staðið til boða fyrir fatlaða einstaklinga sem eru 18 ára og eldri, hafi samningur verið gerður þar að lútandi, sbr. 6. gr.“

í 3. gr. að,  „ …Hlutaðeigandi sveitarfélag eða þjónustusvæði ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þessarar þjónustu á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laga um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.  Í ábyrgðinni felst að ákvörðun um val á stuðningsfjölskyldu sé í samræmi við skýrar faglegar kröfur og að stuðningsfjölskylda uppfylli hverju sinni þau skilyrði sem ákvörðun byggist á. …“  

í 5. gr. að,“ … Umsækjendur skulu fá svar við því hvort unnt sé að bregðast við umsókninni innan sex vikna frá því að hún barst sveitarfélagi.  …“

Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk

Í leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, segir

 í 1. grein, „ … Sveitarfélag er skyldugt til að veita fötluðu fólki kost á ferðaþjónustu í samræmi við það almenna markmið laga að skapa fötluðu fólki skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi miðað við getu hvers og eins og jafna aðstöðumun sem kann að  vera til staðar milli fatlaðs fólks og ófatlaðs við aðgengi að almenningsfarartækjum. 

Reglur sveitarfélags skulu tryggja að fötlun einstaklinga komi ekki í veg fyrir að þeir geti stundað atvinnu og nám og notið tómstunda og afþreyingar. Er átt við þá atvinnu, nám og tómstundir sem hinn fatlaði einstaklingur hefur valið sér. Reglur sveitarfélags skulu einnig tryggja rétt fatlaðs fólks til aksturs á þjónustustofnanir og

Styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Í leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks er meira mælst til að um skyldu sé að ræða, sem kemur meðal annars að því að lög þyrftu að vera skýrari hvað þessi atriði varðar. Þó segir í 1. gr. reglnanna að

„Reglur sveitarfélags ættu að tilgreina þau markmið sem stefnt er að, til dæmis á eftirfarandi hátt:  Markmið reglnanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér út um þekkingu og reynslu og til að auka möguleika sína til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í þeim tilgangi eru veittir styrkir til þess að fatlað fólk geti: 

  •  sótt sér menntun, 
  •  viðhaldið og aukið við þekkingu og færni og 
  •  nýtt möguleika á aukinni þátttöku í félagslífi og atvinnu. … „

og í 2. gr.   „Reglur sveitarfélags um styrki til náms og tækjakaupa sækja stoð sína til laga um málefni fatlaðs fólks. Þau lög mæla hvorki fyrir um það hverjir eigi kost á styrkjum né tilgreina aldursmörk í því sambandi. Því er almennt gengið út frá því að hver einstaklingur sem býr við andlega eða líkamlega fötlun og þarf sérstakan stuðning af þeirri ástæðu til hæfinvegna annarrar sértækrar félagsþjónustu. Við framkvæmd verkefna samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks skal tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. …“