Skip to main content
Frétt

Leiðbeiningar um framkvæmd NPA fyrir sveitarfélögin 

By 27. júní 2012No Comments
Á heimsíðu velferðarráðuneytisins hafa verið birtar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um innleiðingu
notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). 

Á heimsíðu velferðarráðuneytisins hafa verið birtar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast einstökum sveitarfélögum til að móta eigin reglur um framkvæmd þjónustunnar.

Í bráðabirgðaákvæði IV með lögum um málefni fatlaðs fólks er fjallað um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk. Kveðið er á um að þróa skuli leiðir til að taka upp þetta fyrirkomulag þjónustu á markvissan og árangursríkan hátt, sem er að NPA verði til framtíðar eitt meginform þjónustu við fatlað fólk hér á landi.

Í samræmi við bráðabirgðaákvæðið var í apríl 2011 skipuð verkefnisstjórn til að móta ramma um fyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Í febrúar 2012 gaf hún út handbók með upplýsingum um NPA sem ætluð er notendum þjónustunnar, sveitarfélögum, ríkisstofnunum og öðrum þjónustuaðilum við framkvæmd þróunarverkefnis um þetta þjónustuform. Leiðbeiningarnar sem nú hafa verið gefnar út eru settar fram á grundvelli handbókarinnar.

Leiðbeiningarnar voru unnar í samvinnu velferðarráðuneytisins, verkefnisstjórnarinnar um NPA og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Drög að reglunum voru sendar út til umsagnar til um 30 aðila. Í þeim hópi voru hagsmunasamtök fatlaðs fólks, þjónustusvæði sem veita fötluðu fólki þjónustu auk fjölmargra einstaklinga eða stofnana sem láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Tekið var tillit til athugasemda auk þess sem nokkur atriði sem fram komu í drögunum var lýst betur.

Með leiðbeiningunum fá sveitarfélögin í landinu gott verkfæri til þess að móta reglur um framkvæmd NPA í hverju og einu sveitarfélagi.