Skip to main content
Frétt

Leiðrétting á þaki lyfjakostnaðar

By 2. maí 2013No Comments
Þrepið lækkar úr 48.150 kr. niður í 46.277 kr.

Velferðarráðherra hefur leiðrétt lægra þak á lyfjakostnaði í nýja lyfjakerfinu sem tekur gildi 4. maí næstkomandi, svokallaðan hámarkskostnað sem getur myndað rétt til 100% greiðsluþátttöku Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir öryrkja, aldraða, börn og ungmenni 18-21 árs. Þrepið hefur verið lækkað úr 48.150 kr. niður í 46.277 kr.

Tengill á leiðréttar upplýsingar inn á heimasíðu SÍ


Rökstuðningur frá ráðuneytinu:

Samkvæmt 2. gr. laga nr. 45/2012, er kveður á um nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja, er tekið fram að gjald fyrir lyf skuli vera lægra hjá öldruðum, öryrkjum, börnum og ungmennum á aldrinum 18–21 árs og að það skuli ekki vera hærra en 2/3 af fjárhæð þrepa annarra sjúkratryggðra.

Í reglugerð nr. 313/2013 miðast lægra þrepið við kr. 48.150 og hærra þrepið við kr. 69.416.

Samkvæmt þessu er lægra þrepið 69,4% af efra þrepinu, en ætti samkvæmt lögunum ekki að vera hærra en 67% af því.