Skip to main content
Frétt

Leiðrétting við villandi frétt um ÖBÍ

By 18. febrúar 2011No Comments
Í frétt á visir.is fyrr í dag er ómaklega vegið að Öryrkjabandalagi Íslands og formanni þess í mjög villandi frétt. Því er haldið fram að formaður bandalagsins sinni ekki baráttumálunum sem skyldi sökum þess að hann hafi um milljón krónur í laun á mánuði.

ÖBÍ vill benda á að formaður bandalagsins þekkir kjör öryrkja mjög vel af eigin raun. Hann varð fyrir slysi ungur að árum og hefur þurft að treysta á bætur almannatrygginga í mörg ár. Starf formanns er mikið ábyrgðarstarf sem krefst mikillar vinnu en kjör hans eru langt frá því sem haldið er fram í umræddri frétt. Mikilvægt er að varast villandi fréttaflutning og ómálefnalega umræðu sem ýtir undir fordóma í garð öryrkja og hagsmunasamtaka þeirra.

Bent skal á að ÖBÍ eru regnhlífasamtök hagsmunasamtaka fatlaðs fólks, öryrkja og langveikra sem gerir allt sem í sínu valdi stendur til að berjast fyrir bættum kjörum þessara hópa.

ÖBÍ  fagnar öllu því starfi sem unnið er af öðrum aðilum sem láta sig réttinda- og kjaramál öryrkja varða. Því fleiri sem láta í sér heyra því meiri líkur eru á því að mannréttindi séu virt.