Skip to main content
Frétt

Yoko Ono afhenti Leifi Leifssyni Kærleiksúluna

By 11. október 2011No Comments
Yoko Ono afhenti Leifi Leifssyni kærleiksúluna við hátíðlega athöfn á Listasafni Íslands í dag. Í níunda sinn veitir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Kærleikskúluna til aðila sem hefur skarð fram úr á einhvern hátt og tengist málefnum fatlaðs fólks.

Að þessu sinni fékk Leifur Leifsson Kærleikskúluna. Leifur fór fyrstur manna í hjólastól upp á Esjuna og naut þar aðstoðar ófatlaðra einstaklinga. Í sumar fór hann á eigin handafli í sérútbúnum hjólstól á Snæfellsjökul. Stefnan var tekin á Öræfajökul en þar varð hann frá að hverfa vegna veðurs.

Kærleikskúlan er hönnuð af Yoko Ono að þessu sinni og ber nafnið „Skapaðu þinn eigin heim“ (Draw your own map).

Sala á Kærleikskúlunni stendur yfir dagana 12. – 26. október og 5. – 19. desember 2011 og rennur allur ágóði af sölunni til starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.