Skip to main content
Frétt

Líður eins og dýri í útrýmingarhættu

By 22. mars 2012No Comments

segir María Jónsdóttir í grein sinni um klofinn hrygg (e. spina bifida)

Í grein hennar sem birtist á visir.is, kemur meðal annars fram að síðast liðin ár hafi fóstrum sem þetta finnst hjá á meðgöngu í flestum tilfellum verið eytt. “ Mér líður eins og dýri í útrýmingarhættu en við erum ekki útdauð enn. Við erum enn á lífi þau okkar sem fengu að lifa, þegar það sást ekki á meðgöngunni að við myndum fæðast með þessa fötlun.“

María bendir einnig á að þegar maður fær að heyra það ár eftir ár frá samfélaginu að maður hefði ekki átt að fá að fæðast fer maður smám saman að trúa því.  „En ekki lengur! Nú er tímabært að okkar rödd fái líka að heyrast. Ég hef heyrt frá nokkrum aðilum sem þekkja til verðandi mæðra sem fá að vita að barnið þeirra muni fæðast með klofinn hrygg að þeim sé sagt að börnin munu verða þroskahömluð, í hjólastól og verði baggi á samfélaginu.

Ég er hvorki þroskahömluð né í hjólastól. Ég geng með spelkur á báðum fótum. Ég er þroskaþjálfi og þegar ég útskrifaðist frá KHÍ árið 2004 var lokaverkefnið mitt viðtöl við 3 einstaklinga sem eru fæddir með klofinn hrygg eins og ég.“

Greinin í heild á visir.is en þar fjallar María nánar um greiningar á fóstrum og rannsókn sína.