Skip to main content
Frétt

Lifðu lífinu, heimasíða og málþing

By 12. nóvember 2010No Comments
Málþing og heimasíða um hvernig ADHD barnið getur náð stjórn og einbeitingu án lyfja.

Gréta Jónsdóttir Fjöldskyldu- og hjónaráðgjafi ásamt Sigríði Jónsdóttur ADHD markþjálfa hafa tekið höndum saman og sett upp vefsíðu sem ber heitið Lifðu Lífinu. Báðar starfa með ADHD einstaklingum, foreldrum og börnum og hafa mikla persónulega reynslu af ADHD án lyfja, bæði af eigin raun og fjöldskyldumeðlima.

Lifðu lífinu mun standa fyrir málþingi sem ber yfirskriftina:

,,Hvernig getur ADHD barnið náð stjórn og einbeitingu án lyfja?”

þann 19. nóvember nk. kl. 9.00-16.00 í Samhjálparhúsinu, Stangarhyl 3A, 111 Reykjavík

Markmið með málþinginu er að efla fólk til meðvitundar um fleiri lausnir en lyf við ADHD. Í nýútgefnu fréttabréfi Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að kostnaður sjúkratrygginga á þessu ári vegna lyfja við ADHD stefnir í 762 milljónir kr. sem er nær þreföld aukning miðað við árið 2006.

Það sem verður tekið fyrir á málþinginu er meðal annars: styrkleikar, næring,  uppeldisaðferðir,  hvernig  ætti skólinn að sjá þessa nemendur, kennsluaðferðir, persónulegar reynslusögur svo eitthvað sé nefnt.

Þeir sem taka til máls eru meðal annars Gréta Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Norðlingaskóla,  Hannes Jónas Eðvaldsson sálfræðingur, Betsy Aikins M.ed í kennslufræði og sérkennslu og  Ása Harðardóttir móðir barns með ADHD.

Verð á málþingið er 4.900 krónur. Greitt verður við innganginn – ekki posi.

Vinsamlegast skráið ykkur á málþingið á póstfangið sirry@ifokus.is sími 696-5343 eða greta@lifogframtid.net sími 868-2118