Skip to main content
Frétt

Lífeyrir eitt þúsund öryrkja með heildartekjur undir tvær milljónir skertur.

By 21. september 2007No Comments
ÖBÍ barst í dag svar Greiðslustofu lífeyrissjóða við fyrirspurn bandalagsins vegna ákvörðunar níu lífeyrissjóða um afnám eða skerðingu örorkulífeyrisgreiðslna.

Fram kemur í svarinu að 493 örorkulífeyrisþegar, sem á árinu 2006 voru með undir tvær milljónir króna í heildartekjur, hafa fengið tilkynningu um afnám lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóði sínum. Einnig hafa 502 örorkulífeyrisþegar, á sama tekjubili, fengið tilkynningu um lækkun. Alls fá 1306 öryrkjar lækkun eða niðurfellingu á lífeyri sínum ef fyrirætlanir stjórnenda sjóðanna ná fram að ganga. Hækkun á sínum lífeyri, eftir tekjukönnun Greiðslustofu lífeyrissjóða, fá hins vegar 192 lífeyrisþegar. ÖBÍ undirbýr nú málshöfðun.