Skip to main content
Frétt

Lífeyrissjóðir og réttur öryrkja til lífeyrisgreiðslna

By 13. júlí 2006No Comments

Á síðustu vikum hefur borið meir á kvörtunum til Öryrkjabandalags Íslands vegna lækkunar á greiðslu lífeyris til öryrkja. Lækkanirnar taka gildi strax eða með hausti.

Margir öryrkjar sem hafa haft greiðslur frá sínum lífeyrissjóði í fjölda ára, fá nú bréf þar sem þeim er tilkynnt að mat þeirra hafi verið lækkað. Rökstuðningur er í flestum tilfellum sá sami trúnðaræknir sjóðsins telji að einstaklingurinn geti unnið 2-3 klukkustundir á dag. Matið því lækkað úr 100% í 75% eða 50%.

Upplýsingar óskast!
Starfsmenn Öryrkjabandalagsins telja miklar líkur á að meirihluti þeirra sem fá slík bréf láti slíkt yfir sig ganga án þess að gera athugasemdir. Verið er að safna gögnum til að kanna þessi mál nánar. Öryrkjar sem fengið haf slík bréf á síðastliðnum vikum eru hvattir til að vera í sambandi.

Hægt er að senda tölvupóst til Hafdísar á hafdis@obi.is  til Guðríði á gudridur@obi.is eða til Báru á bara@obi.is . Vegna sumarfríslokunar verður ekki hægt að hringja inn upplýsingar fyrr en 31. júlí nk. og þá í síma 530-6700530-6700. Einnig má senda afrit slíkra gagna til Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10a, 105 Reykjavík