Skip to main content
Frétt

Lífeyrissjóðirnir 14 sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða fresta framkvæmd breytinga til ársloka 2006

By 24. október 2006No Comments

Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa sent út fréttatilkynningu þess efnis að ákveðið hafi verið að fresta framkvæmd breytinga vegna tekjuathugunar örorkulífeyrisþega til ársloka 2006.

Ástæðan er sú að í ljós hefur komið að sá frestur sem veittur var bótaþegum til þess að skila inn viðhlítandi gögnum reyndist ekki nægjanlegur í sumum tilvikum. Til þess að koma til móts við bótaþegana hefur verið ákveðið að gefa lengri frest til að skila inn gögnum.
Örorkulífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um niðurfellingu eða lækkun örorkulífeyris munu því njóta óskerts örorkulífeyris frá viðkomandi lífeyrissjóðum í þrjá mánuði til viðbótar, þannig að síðasta greiðsla verði um næstu áramót.

Sjá nánar á heimasíðu Landssamtaka Lífeyrissjóða