Skip to main content
Frétt

List án landamæra á 10 ára afmæli

By 18. apríl 2013No Comments
Hátíðin verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl.
17:30.

Á dagskrá verður meðala annars frumsamið tónverk „Leikið með List án landamæra“, eftir tónskáldið, Jón Hlöðver Áskelsson.  Leikhópurinn Blood Moon flytur brot úr frumsömdu verki sínu „Regnbogaballinu“. Rut Ottósdóttir og Ólöf Arnalds stíga á svið með ljóð og söng og hljómsveitin Prins Póló ásamt Tipp Topp hópnum treður upp með tónlist og fjöri svo eitthvað sé nefnt.

Listamaður hátíðarinnar 2013 er Atli Viðar Engilbertsson sem er sjálfmenntaður fjöllistamaður. Hann hefur skrifað ljóð, leikrit og smásögur og samið tónlist auk þess að sinna myndlist.

ÖBÍ óskar aðstandendum hátíðarinnar til hamingju með árin 10.

Tengill á dagskrá hátíðarinnar.