Skip to main content
Frétt

Lög um íslenskt táknmál voru samþykkt á Alþingi 27. maí 2011

By 1. júní 2011No Comments
og fela þau í sér að táknmál sé fyrsta mál þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta

 

Alþingi samþykkti með 35 samhljóða atkvæðum lög, sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi.

Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra felur í sér að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslenskt táknmál sé fyrsta mál þeirra sem þurfi að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra. Skulu stjórnvöld hlúa að því og styðja. Áratugum saman hafa heyrnarlausir og heyrnarskertir á Íslandi barist fyrir þessu ákvæði en þeir fylltu þingpalla og fögnuðu á táknrænan hátt þegar frumvarpið var samþykkt.

Þingmenn og ráðherrar töluðu um að 27. maí væri gleðilegur og merkilegur dagur í sögu Alþingis og mikill sigur í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Meðal annars sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra að nú væri búið að lögfesta grunninn og þyrftu allir að standa saman um að standa vel að framkvæmd þessara laga og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður sagði að samþykktin brjóti niður þröskulda og auki umburðarlyndi og framsýni í samfélaginu.

Frekari fréttir er að finna á eftirfarandi netsíðum:
http://www.ruv.is/frett/frumvarp-um-taknmal-samthykkt
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/05/27/log_um_taknmal_samthykkt/
http://www.deaf.is/Forsida/Umfelagid/Tilkynningar/Lesa/705