Skip to main content
Frétt

Lög um réttindagæslumenn í stað trúnaðarmanna fyrir fatlað fólk

By 7. júlí 2011No Comments
Í bráðábyrgðarákvæði laganna segir meðala annars “…trúnaðarmenn
fatlaðs fólks, starfa áfram út skipunartíma sinn sem réttindagæslumenn fatlaðs
fólks…“

Alþingi samþykkti 11. júní, lög nr. 88/2011 um réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk.

Í nefndaráliti var lagt  til að starfsheitinu trúnaðarmenn fyrir fatlað fólk yrði breytt í réttargæslumenn fyrir fatlað fólk. Væri það meðal annars gert til á skerpa á um að hér er um mun víðfeðmara starf að ræða en trúnaðarmenn gegndu áður.

Endurskoðun á fyrirkomulagi réttindagæslu

Skipa skal starfshóp til að endurskoða fyrirkomulag réttindagæslu fyrir fatlað fólk og á sá starfshópur að skila af sér fyrir 31. desember 2011.

Frumvarp til laga á haustþingi varðandi nauðung við fatlað fólk.

Í lögunum er einnig ákvæði til bráðabirgða um að ráðherra skuli eigi síðar en 1. nóvember 2011 leggja fram á Alþingi frumvarp til laga þar sem m.a. eru lögð til ákvæði um nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr nauðung við fatlað fólk.