Skip to main content
Frétt

Lögfræðingur óskast í 50% starf á skrifstofu ÖBÍ

By 26. ágúst 2011No Comments

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir lögfræðingi á skrifstofu bandalagsins í 50% starf. Ráðið verður í starfið til reynslu í sex mánuði með möguleika á  framlengingu.

Starf lögfræðings felst einkum í eftirfarandi þáttum:

  • Ráðgjöf til öryrkja og aðstandenda um réttindi fatlaðra/öryrkja.
  • Samskipti við stofnanir er varða hagsmunamál öryrkja.
  • Eftirlit með réttindum og hagsmunamálum öryrkja.
  • Túlkun laga og reglugerða.
  • Álitsgerðir og umsagnir um lagafrumvörp í samstarfi við stjórn
    og starfsfólk ÖBÍ.
  • Upplýsingagjöf og greinaskrif.
  • Önnur verkefni sem snerta málaflokkinn.

Hæfniskröfur

Krafist er meistaragráðu í lögfræði. Haldgóð reynsla og þekking á málefnum fatlaðra og réttindum öryrkja er æskileg. Þekking á stjórnsýslurétti, almannatryggingum, lífeyrissjóðsréttindum og alþjóðlegum mannréttindasamningum er kostur. Góð íslenskukunnátta er áskilin. Færni í ensku og einu norðurlandamáli er æskileg. Umsækjandi þarf að  búa yfir skipulagshæfileikum, vönduðum vinnubrögðum, geta tekið frumkvæði og unnið sjálfstætt. Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg.