Skip to main content
Frétt

Lumar þú á athugasemd sem koma þarf á framfæri?

By 3. maí 2010No Comments
Gerð frumvarps um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er í vinnslu og er ábendinga óskað.

Nefnd um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur skilað tillögum til Árna Páls Árnasonar félags- og tryggingamálaráðherra. Tillögurnar má nálgast á heimasíðu ráðuneytisinsMerki Sameinuðu þjóðanna

Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitir áhugasömum tækifæri til að skila inna athugasemdum til ráðuneytisins fyrir 22. maí nk. Fyrirliggjandi tillögur nefndarinnar og framkomnar athugasemdir verða síðan notaðar við gerð frumvarps vegna fyrirhugaðrar fullgildingar samningsins en stefnt er að því að leggja frumvarpið fyrir á komandi haustþingi.

ÖBÍ vinnur nú að samantekt með athugasemdum sem innleg í frumvarpsgerðin og þiggur allar góðar ábendingar einnig má senda athugasemdir beint á ráðuneytið.

Tillögur nefndarinna á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins

Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks og valfjálsa bókunin á vef félagsmálaráðuneytis með skýringum