Skip to main content
Frétt

Lyfjareiknivél, greiðsluþrep og úrræði til greiðslu fyrstu lyfjakaupa

By 10. apríl 2013No Comments

Reglugerð um greiðsluþátttöku vegna lyfjakaupa hefur verið samþykkt vegna nýja kerfisins sem taka mun gildi 4. maí.

Meginmarkmiðið með lögunum er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota mikið af lyfjum. Raunin er að töluverður hópur fólks mun urfa að greiða meira en áður samkvæmt útreikningum sem ÖBÍ hefur gert. Mestar áhyggjur er þó af þeim sem þurfa að kaupa stóra og dýra lyfjaskammta eftir 4. maí og lifa á lágmarks lífeyrisgreiðslum í dag. Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands má finna ýmsan fróðleik um þessar breytingar.

Lyfjareiknivél

Nú hefur reglugerð með nánari útfærslum um greiðsluþátttökukerfið litið dagsins ljós og í framhaldi af því hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sett lyfjareiknivél á heimasíðu sína. Með henni er hægt að kanna stöðu sinna mála, hvort um hækkun eða lækkun greiðslna í nýja kerfinu verður að ræða.

Þrepaskipt greiðsluþátttaka

Nýja kerfið byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%. Á heimasíðu Sjúkratrygginga er einnig að finna upphæðir í greiðsluþrepum og dæmi um lyfjakaup má sjá í töflum sem þar eru birtar.

Hvernig á ég að geta borgað?  Dæmi um úrræði

Í ákveðnum tilfellum er hægt að óska eftir því við apótek að fá lyf afgreidd í minni skömmtum. Til dæmis geta apótek afgreitt eins mánaðar skammt í einu þrátt fyrir að lyfseðill sé gefinn út fyrir þriggja mánaða skammti.

Læknir getur sótt um lyfjaskírteini fyrir sjúkling á heimasíðu SÍ

Fólk sem verður fyrir miklum lyfjaútgjöldum getur átt rétt á endurgreiðslu á hluta kostnaðar hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR).