Skip to main content
Frétt

Lyfjaskírteini rafræn

By 30. janúar 2012No Comments

útgáfu þeirra á pappír hætt 10. febrúar nk,. öll apótek geta nú sótt réttindastöðu við lyfjakaup.

Apótek sjá nú hvort einstaklingar hafi lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands(SÍ)

Um áramótin náðist stór áfangi í rafrænum samskiptum SÍ við apótek. Þá tengdust síðustu apótek landsins við réttindakerfi SÍ. Með þessu hafa öll apótek aðgang að upplýsingum um tryggingaleg réttindi einstaklinga þegar lyfseðill er afgreiddur, m.a. hvort einstaklingur er með lyfjaskírteini. Lyfjaskírteini auka greiðsluþátttöku SÍ í lyfjakostnaði umfram almennar reglur og er gefið út á grundvelli læknisfræðilegs mats.

Lyfjaskírteini á pappír hætt – upplýsingar um afgreiðslu í réttindagátt

SÍ hættir útgáfu lyfjaskírteina á pappír 10. febrúar nk. og verða því alfarið rafræn frá þeim tíma. Einstaklingar geta sjálfir séð upplýsingar um sitt lyfjaskírteini. Upplýsingar um afgreiðslu skírteinis s.s. gildistími, lyfjaheiti og slíkt verða birtar í réttindagátt,  Sjúkratrygginga Íslands.

Aðgangur er veittur með veflykli skattsins eða rafrænum skilríkjum. Þeir sem eiga ekki tölvu geta haft samband við lyfjadeild SÍ í síma 515-0050 eða við sitt apótek.