Skip to main content
Frétt

Málþing um mannréttindasáttmáli SÞ fyrir fatlað fólk: Innleiðing og eftirlit

By 12. september 2012No Comments

verður haldið fimmtudaginn 11. október 2012 kl. 9.00-16.00 í Silfurbergi í Hörpu.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ásamt valfrjálsri bókun var undirritaður fyrir hönd íslenska ríkisins 30. mars 2007 og samkvæmt áætlun innanríkisráðuneytisins stendur til að innleiða hann hér á landi árið 2013.

Af því tilefni mun Öryrkjabandalag Íslands í samstarfi við Innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til málþings um innleiðingu og eftirlit sáttmálans. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 11. október 2012 kl. 9-16 í Silfurbergi í Hörpu.

Öryrkjabandalag Íslands vill hvetja alla þá sem áhuga hafa á innleiðingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til að mæta á málþingið.

Tengill á dagskrá og nánari upplýsingar um erlenda fyrirlesara  


Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks (pdf-skjal 150Kb)

(CONVENTION ON THE RIGHTS OF PERSONS WITH DISABILITIES)

Valfrjáls bókun við samninginn um réttindi fatlaðs fólks (pdf-skjal 35Kb)  —

(OPTIONAL PROTOCOL TO THE CONVENTION ON THE RIGHTS OF PERSONS WITH DISABILITIES)