Skip to main content
Frétt

Málþing um Réttlæti

By 19. febrúar 2009No Comments
Öryrkjabandalag Íslands og Laugarneskirkja héldu opinn málþing um réttlæti, í safnaðarheimili Laugarneskirkju, 8. febrúar síðastliðinn.

Framsögumenn voru dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræðingur og dósent við HÍ og VilborgVilborg Oddsdóttir, Sólveig Anna Bóasdóttir, Halldór Sæsvar Guðbergson og Aðalbjörg Traustadóttir í pallborði á málþingi ÖBÍ og Laugarneskirkju. Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, sem ræddu um réttlæti til handa öryrkjum.

„Mannréttindi eru handa fólki”, var yfirskrift erindis Sólveigar Önnu, fjallaði hún um siðfræðikenningar sem snúa að mannréttindum og skilgreindi hugtakið réttlæti fyrir fundarmönnum.

Erindi Vilborgar bar heitið „Að lenda í fátækragildru”. Þar lýsti hún þeirri stöðu sem blasir við henni sem starfsmanni Hjálparstofnunar kirkjunnar, í innanlandsaðstoð. Í góðærinu sem svo hefur verið kallað, voru það einstæðar mæður, öryrkjar sem mest leituðu til þeirra sem og lágtekjufólk og barnmargar fjölskyldur. Í hratt stígandi atvinnuleysi hefur mest aukningin orðið meðal miðaldra karlmanna sem aldrei hafa búið við það fyrr að hafa ekki vinnu og í sig og á. Sjálfsmyndin brotnar hratt niður við þessar aðstæður.

Að erindunum loknum gladdi Guðrún Gunnarsdóttir söngkona fundargesti með söng sínum við píanóundirleik Valgeirs Skagfjörð, auk þess sem boðið var upp á kaffiveitingar, undir umræðum þar sem málshefjendur sátu fyrir svörum ásamt Aðalbjörgu Traustadóttur framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.

Halldór Sævar Guðbergsson formaður ÖBÍ og prestarnir Hildur Eir Bolladóttir og Bjarni Karlsson stjórnuðu umræðum.

Málþingið tókst mjög vel, um 45 manns mættu.