Skip to main content
Frétt

Málþing um samningi SÞ um réttindi fatlaðra , sér í lagi réttur heyrnarlausra

By 5. febrúar 2010No Comments
Félag heyrnarlausra heldur upp á 50 ára afmæli sitt með málþingi

Dagana 11. – 13. febrúar nk. mun Félag heyrnarlausra halda upp á 50 ára afmæli félagsins en félagið var stofnað formlega 12. febrúar 1960.

Málþing um samning SÞ um réttindi fatlaðra

Meðal viðburða er málþing sem haldið verður laugardaginn 13. febrúar, kl. 9.00-15.00. Yfirskrift málþingsins er, Samningur SÞ um réttindi fatlaðra. „Hvernig á að nýta hann sem verkfæri í réttindabaráttu okkar?”

Áhugaverðir fyrirlesarar

Fyrirlesarar koma víða að má þar nefna,
Markku Jokinen – forseti WFD, sem munfjalla um World Federation of the Deaf (WFD) og sögu samnings SÞ, stöðuna í dag og hvað er framunda.

Mark Wheatley – framkvæmdastjóri, The European Union of the DEAF (EUD), fjallar um hvernig má ná fram jafnrétti fyrir samfélag heyrnarlausra út frá samingi SÞ um réttindi fatlaðra.

Ádám Kósa – þingmaður á Evrópuþinginu, fjallar um mikilvægi samning SÞ útfrá sjónarhorni þingmanns á Evrópuþinginu.

Gergely Tapolczai – meðlimur í stjórn EUD, greinir frá reynslu Ungverja af og kynning samningsins í samfélaginu. ”

Málþingið fer fram í Salnum, Hamraborg 6, 200 Kópavogi, laugardaginn 13. febrúar kl. 9.00-15.00.

Fundarstjóri er Berglind „Bettý” Stefánsdóttir, forseti EUD.

Dagskrá málþingsins

Viðburðardagskrá afmælishátíðar á heimasíðu Félags heyrnalausra.