Skip to main content
Frétt

Mannréttindi í þrengingum, áhugaverð bók

By 25. ágúst 2011No Comments

Mannréttindi í þrengingum – Efnahagsleg og félagsleg réttindi í kreppunni eftir Aðalheiði Ámundadóttur og Rachael Lorna Johnstone kom út í maí síðastliðnum.

Tilgangur bókarinnar er að upplýsa bæði stjórnvöld og almenning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og nauðsyn þess að þau séu virt bæði þegar vel árar og ekki síður á erfiðum samdráttarskeiðum. Í bókinni er bent á leiðir til að tryggja þessi mikilvægu mannréttindi í erfiðu árferði. Fjallað er sérstaklega um réttindi tengd vinnu, rétt til félagslegs öryggis og rétt til menntunar, en þær áherslur sem byggt er á eiga jafnt við um öll efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Vakin er athygli á bókarkápu að samningurinn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi var fullgiltur af Alþingi þann 22. ágúst 1979. Samningurinn er bindandi fyrir íslenska ríkið og leggur tafarlausar skyldur á herðar þess, meðal annars til að tryggja öllum menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegt öryggi.

Nálgast má bókina á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands, humanrights.is