Skip to main content
Frétt

Meðallaun árið 2012 voru 402 þúsund krónur, fyrir heilsdagsstarf

By 10. apríl 2013No Comments

samkvæmt niðurstöðu launakönnunar Hagstofu Íslands. Í dag 2013 er hámarksgreiðsla TR til öryrkja í sambúð 181.769 krónur fyrir skatt.

Á heimasíðu Hagstofu Íslands segir í frétt að regluleg laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali árið 2012. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 300-350 þúsund krónur og voru 18% launamanna með laun á því bili. Þá voru um 65% launamanna með regluleg laun undir 400 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krónur, samkvæmt niðurstöðu launakönnunar Hagstofu Íslands.

Heildarlaun á almennum vinnumarkaði voru hinsvegar 510 þúsund krónur að meðaltali árið 2012 og heildarlaun opinberra starfsmanna voru 463 þúsund krónur. Greiddar stundir á viku voru 43,2 að meðaltali á almennum vinnumarkaði og 42,9 hjá opinberum starfsmönnum.

Regluleg laun voru hæst í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingastarfsemi (K) árið 2012, eða 584 þúsund krónur hjá fullvinnandi launamönnum.

Tengill á frétt Hagstofu með ítarlegum upplýsingum

Hámarksgreiðsla til öryrkja í sambúð frá TR fyrir árið 2013 eru krónur 181.769

Í ár 2013 eru hámarksbætur almannatrygginga til einstaklings 210.922 krónur (fyrir skatta) og hjá þeim sem býr með 18 ára eða eldri 181.769 krónur. Stór hluti örorkulífeyrisþega er því ekki hálfdrættingar á við launafólk í landinu í kjörum þrátt fyrir samanburðurinn sé við almennar launatekjur 2012 og ekki heildar tekjur almenns launamanns á Ísland sem þá voru 510 þúsund krónur.

Tengill á heimasíðu TR um fjárhæðir lífeyris og tengdra bóta 2013