Skip to main content
Frétt

Meðmælaganga og útifundur

By 3. janúar 2006No Comments
Föstudaginn 9. desember efndu Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara til meðmælagöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli þar sem haldinn var útifundur. Allt að 1000 manns tóku þátt í aðgerðinni. Krafa dagsins var „Ekkert um okkur án okkar“ og „Eitt samfélag fyrir alla“.

Formaður Öryrkjabandalagsins, Sigursteinn Másson og Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, fluttu ávörp þar sem þau kölluðu eftir samráði við stjórnvöld og þingmenn um úrbætur í málefnum fatlaðra. Sigursteinn sagði að eftir því yrði tekið hverjir vildu taka þátt í slíku samráði og Margrét sendi þingmönnum óskertar jólakveðjur.

Margrét Margeirsdóttir, Félagi eldri borgara, kallaði eftir bættum hag aldraðra í skeleggri ræðu.Á útifundinum var fjölbreytt skemmtidagskrá. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, afhenti forseta Alþingis lista með undirskriftum rúmlega 6.000 eldri borgara þar sem krafist er bættra kjara. Þá afhentu fulltrúar fatlaðra formönnum þingflokka jólagjafir handa þingmönnum.Þegar ræðuhöldin hófust gerði þeysidögg.