Skip to main content
Frétt

Menningarnótt og bílastæði fyrir hreyfihamlaða

By 17. ágúst 2012No Comments
Höfuðborgarstofa hefur gefið út kort í blöðum þar sem merkt er inn stæði en þau eru fleiri.

Á kortinu eru bílastæði fyrir fatlaða sérmerkt í bílastæðahúsinu við Vesturgötu. Björgunarsveitarmenn á horni Garðastrætis og Túngötu hafa þau fyrirmæli að hleypa þeim sem eru með P merki þar inn. Þeir geta þá keyrt Garðastrætið að Vesturgötu og farið þaðan í Mjóstæti þar sem keyrt er inn í bílahúsið. Það er svo nauðsynlegt að fara sömu leið til baka þar sem allt annað er lokað. Kort af svæðinu.

Stæði á Skúlagötu og upp við Hallgrímskirkju

Eftir að kortið var birt kom tilkynning frá Höfuðborgastofu um að einnig ættu að vera merkt inn stæði á Skúlagötu og upp við Hallgrímskirkju. Sjá merkingar á meðfylgjandi myndum.

Bílastæði við Hallgrimskirkju

Bílastæði við Hallgrímskirkju

Bílastæði við Skúlagötu

Bílastæði við Skúlagötu