Skip to main content
Frétt

Mikil vonbrigði með frumvarp ráðherra

By 26. júní 2013No Comments

allt of lítill hópur öryrkja mun njóta þessara breytinga

Frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem kynnt var í gær er ætlað að afturkalla ýmsar skerðingar sem urðu á kjörum aldraðra og öryrkja sem komu til vegna breytinga á lögum um almannatrygginga árið 2009.

Staðreyndin er sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegnum þingið mun lítill hópur örorkulífeyrisþega njóta þess. Því frítekjumark launatekna breytist eingögnu hjá ellilífeyrisþegum, eingöngu skerðing grunnlífeyris vegna lífeysissjóðstekna mun verða einhverjum hópi öryrkja til góða.

„Þeir velja það af skerðingunum frá 2009 sem kosta minnst,“ sagði Guðmundur í samtali við mbl.is. „Þetta kemur sér vel fyrir einhverja en það er bara allt of lítill hópur af okkar fólki sem nýtur þessara breytinga.“

Formaður ÖBÍ harmar að ekki hafi verið staðið við kosningaloforð og segir bæði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa lofað að leiðrétta skerðingar aldraðra og öryrkja strax.