Skip to main content
Frétt

Minnisblað um tillögur ASÍ og SA um breytingar á veikinda-, slysa- og örorkurétti.

By 18. október 2007No Comments
Öryrkjabandalag Íslands óskaði eftir lögfræðilegri úttekt á hugmyndum ASÍ og SA um breytingar á veikinda-, slysa- og örorkurétti. Minnisblað hefur nú borist ÖBÍ og í því segir m.a.: 

“Meðal þess sem lagt er til er að sameiginlegur sjóður verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda taki að einhverju leyti við lífeyris- og slysatryggingum af Tryggingastofnun ríkisins. Af því tilefni er rétt að benda á eftirfarandi:

Í 1.mgr. 76.gr. stjórnarskráinnar segir að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Lög um almannatryggingar eru meðal þeirra laga sem sett hafa verið til að fullnægja þessari skyldu stjórnarskrárinnar.“

Í minnisblaðinu kemur einnig fram varðandi „jöfn réttindi“ að í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sé mælt fyrir um að tryggja skuli jöfn réttindi með lögum.  Verulegar lagabreytingar þurfi að fara í ef þessar hugmyndir eiga fram að ganga.


Minnisblaðið í heild sinni í pdf-skjali.