Skip to main content
Frétt

Mótmæla harðlega ástandinu á Landsspítalanum

By 23. október 2014No Comments

Öryrkjabandalag Íslands er meðal 45 samtaka sem mótmæla þeirr stöðu sem komin er upp. Þau skora meðala annars á stjórnvöld að umhverfi sjúklinga og aðstandenda standist lög og metnað íslenskrar þjóðar.

Í ályktuninni segir að um sé að „ræða niðurskurð sem kann að valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu“. Þau skora á „ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að tryggja að umhverfi sjúklinga, aðstaða starfsfólks og nema standist bæði lög og þann metnað sem íslensk þjóð vill sýna“.

Sjá ályktunina og  frétt um málið á heimasíðu Kjarnans.