Skip to main content
Frétt

Nafnasamkeppni fyrir vefrit ÖBÍ

By 22. mars 2012No Comments
skilafrestur til 27. mars – verðlaun í boði fyrir gott nafn

Til stendur að gefa út vefrænar fréttir ÖBÍ og er undirbúningur í gangi þessa dagana. Um er að ræða mánaðarlegar fréttir sem segja frá því helsta sem er að gerast í málefnum fatlaðs fólks, bæði hérlendis sem og erlendis. Af því tilefni hefur ritnefnd ÖBÍ ákveðið að blása til nafnasamkeppni. Verðlaun verða veitt ef gott nafn berst sem notað verður. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt sendið vinsamlega tillögur inn á netfangið margret@obi.is fyrir miðnætti 27. mars.

Fyrir hönd ritnefndar,
Margrét Rósa Jochumsdóttir