Skip to main content
Frétt

Námskeið að hefjast hjá Tölvumiðstöð fatlaðra

By 10. september 2010No Comments
Hjá Tölvumiðstöð fatlaðra (TMF) er lögð áhersla á að veita sem flestum tækifæri til þess að…

…nýta sér þá möguleika sem geta falist í tækninýjungum. Leitast er við að hafa gott úrval af tölvutengdum búnaði til prófunar. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf. Ráðgjöfin felur í sér mat á þörf fyrir tölvubúnað, val á búnaði, prófun og leiðsögn í notkun búnaðar. Ráðgjöfin er einstaklingsmiðuð og er unnin í samvinnu við aðila úr nánasta umhverfi skjólstæðings.

Námskeið vetrarins eru að hefjast. Sjá nánar um námskeiðin og búnað á heimasíðu TMF