Skip to main content
Frétt

Námskeið um fötlun í listum, menningu og fjölmiðlum

By 30. mars 2010No Comments
Hjá námsbraut í fötlunarfræðum við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Í apríl mun námsbraut í fötlunarfræðum við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands bjóða upp á námskeiðið Fötlun í listum, menningu og fjölmiðlum í samstarfi við Endurmenntun. Í námskeiðinu verður m.a. fjallað um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í listum, dægurmenningu, fjölmiðlum og bókmenntum.

Námskeiðið fer fram dagana 12, 15, 17, 26 og 29 apríl og er öllum opið.

Frekari upplýsingar og skráning eru hjá endurmenntun.is, í síma 525-4444, eða hjá Hönnu Björg Sigurjónsdóttir, dósent og Kristínu Björnsdóttur, aðjúnkt námsbrautar í fötlunarfræðum.