Skip to main content
Frétt

 Námskeið TMF Tölvumiðstöðvar vorið 2014

By 13. janúar 2014No Comments

um  hvernig nota má iPad á skemmtilegan og skapandi hátt, ýmsar stillingar og góð ráð, einnig að skrifa sig til læsis og allt um talgervla.

Viltu fræðast um það hvernig nota má iPad á skemmtilegan og skapandi hátt ? Kynna þér betur ýmsar stillingar og góð ráð sem auðvelda vinnuna og gerir fleirum kleyft að nýta sér iPad í námi leik og þjálfun?

Viltu læra betur á nokkur lykil öpp sem gagnast vel í allri vinnu  þar sem unnið er með texta, myndir, tal og hljóð? Fá leiðarvísi á íslensku með helstu öppunum? Fá hugmyndir um hvernig nota má öppin í skapandi starfi og þjálfun þar sem nánast  allar námsgreinar geta koma við sögu? 

Hefur þú heyrt um kennsluaðferð Arne Trageton Å skrive seg til læsing? Að skrifa og lesa í stað lesa og skrifa er kennsluaðferð  þar sem nemendur nota tölvu/spjaldtölvu til að læra stafina og skrifa út frá tali og læra um leið að lesa. Þó að undarlegt megi teljast í ljósi þess að tölvan hefur verið með okkur svo lengi þá er þetta samt sem áður ný nálgun sem  vekur áhuga nemandans og meiri skilningur virðist skapast á tungumálinu. Stafir verða að eigin orðum, orðin verða að eigin sögum. Stafirnir snúa rétt og eru eins og í bókum. Það er gaman að myndskreyta og lesa upp eigin sögu/bók. Það sem okkur á TMF finnst afar jákvætt er að aðferðin virðist minnka erfiðleika tengda lesblindu, hún hentar vel þeim sem eru með skerta fínhreyfingar eða eru seinir til, nemendur með ADHD og nemendur á einhverfurófi gagnast aðferðin einnig afar vel. Að nota tölvu til að læra að lesa má vel nota með öðrum kennsluaðferðum í skólum. Ef þér finnst þetta áhugavert vertu velkomin á námskeiðið Að skrifa sig til læsis – grunnskóli

Hefur þú heyrt um nýju íslensku talgervlaraddirna Karl og Dóru? Eða viltu kynna þér þær betur og hvernig nýta má þær í PC tölvum. Talgervlar eru frábært verkfæri fyrir lesblinda og aðra sem eiga í erfiðleikum með lestur. Talgervill er einnig gott kennslutæki í almennri lestrakennslu, nemendur skrifa texta og geta fengið hann upplesinn þannig að hvert orð ljómar upp við lesturinn. Einnig verður farið í forritið FoxitReader. Allt um talgervlana á námskeiðinu Texti verður tal – talgervlar í tölvum