Skip to main content
Frétt

Nefnd Öryrkjabandalags Íslands um SRFF

By 14. júní 2013No Comments
Vinna við innleiðingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks (SRFF) er hafin hjá
innanríkisráðuneytinu

Vinna er hafin hjá innanríkisráðuneytinu við innleiðingu SRFF og stefnt er að því að hann fari fyrir Alþingi næsta vetur. Nauðsynlegt er fyrir Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) að fylgjast með  fullgildingu og eftirfylgd sáttmálans og var því send fyrirspurn til aðildafélaga ÖBÍ um tilnefningu fulltrúa í nefnd um sáttmálann.

Hlutverk nefndarinnar verður m.a. að:

 • Kynna sáttmálann fyrir aðildafélögum ÖBÍ
 • Fylgja eftir að farið sé eftir sáttmálanum
 • Vinna að því að fá sáttmálann löggiltan

Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn10. júní sl. Nefndarmenn eru:

 • Steinunn Þóra Árnadóttir – MS félagið
 • Hjördis Anna Haraldsdóttir – Félag heyrnarlausra   
 • Þuríður Harpa Sigurðardóttir – SEM samtökin
 • Vilhjálmur Þór Þórisson – Félag Nýrnasjúkra
 • Brynhildur Arthúrsdóttir – Lauf félag flogaveikra
 • Valur Höskuldsson – MND félagið
 • Bergur Þorri Benjamínsson – Sjálfsbjörg
 • Klara Matthíasardóttir – Heyrnarhjálp
 • Guðmundur Magnússon – formaður ÖBÍ
 • Hrefna K. Óskarsdóttir – verkefnisstjóri ÖBÍ og starfsmaður nefndarinnar