Skip to main content
Frétt

Nemar í félagsráðgjöf kynna sér starfsemi ÖBÍ.

By 20. nóvember 2006No Comments
Í liðinni viku kom hópur nema í BA námi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands í heimsókn til ÖBÍ.

Tilgangur heímsóknarinnar var að kynna sér starfsemi Öryrkjabandalagsins og er einn hluti námskeiðs sem þau sitja sem kallast Félagsmálalöggjöf, framkvæmd og beiting.

Hafdís Gísladóttir framkvæmdastjóri tók á móti hópnum og hélt fyrirlestur um starfsemi Öryrkjabandalagsins uppbyggingu þess, markmið og helstu verkefni.