Skip to main content
Frétt

Niðurstöður Héraðsdóms Reykjavíkur áfangasigur fyrir ÖBÍ

By 12. maí 2006No Comments
Formaður ÖBÍ, Sigursteinn Másson, fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að mál bandalagsins gegn íslenska ríkinu skuli tekið til efnislegrar úrlausnar.

Dómstóllinn vísaði á miðvikudag aðalkröfu ÖBÍ frá en hún gerði ráð fyrir að heilbrigðisráðherra væri skylt að leggja frumvarp fyrir Alþingi um fullar greiðslur til handa öryrkjum í samræmi við samkomulag það sem fyrrverandi formaður ÖBÍ og fyrrverandi heilbrigðisráðherra gerðu með sér í mars mánuði 2003.

Dómurinn felst hinsvegar á að varakrafa bandalagsins um viðurkenningu á efni samkomulagsins og greiðsluskyldu samkvæmt því sé tæk til úrlausnar og hafnar kröfu ríkisins um frávísun málsins í heild.

Þessi niðurstaða er í sjálfu sér áfangasigur fyrir ÖBÍ enda er þetta aðalatriði málsins. Við erum bjartsýn á hagstæða niðurstöðu með efnisdómi, segir Sigursteinn.