Skip to main content
Frétt

Niðurstöður neyðarstjórnar Strætó

By 6. mars 2015No Comments

Margt fór úrskeiðis í ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Sjá nánar um skýrslu sem „neyðarstjórn“ Strætó hefur nú skilað af sér og birt hefur verið á mbl.is.

Í dag skilaði svokölluð „neyðarstjórn“ skýrslu sinni til eig­enda og stjórn­ar Strætó. Þar kemur fram að margt hafi farið úrskeiðis þegar ferðaþjón­usta fatlaðs fólks var und­ir­bú­in, hjá sveit­ar­fé­lög­unum sem koma að þessu máli, hjá Strætó og al­var­leg­ur skort­ur á sam­ráði við hags­muna­sam­tök fatlaðs fólks.

Lagt er meðal annars til að ferðir verði skipu­lagðar með föst­um hætti í mun meira mæli og að þær verði svæðis­bundn­ari en áður. Sveigj­an­leiki verði auk­inn til að koma til móts við ein­staka not­end­ur þjón­ust­unn­ar. Sér­stak­ir þjón­ustu­full­trú­ar verði fyr­ir ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks í þjón­ustu­veri Strætó og sér­hæf­ing þar auk­in.

Þá er lagt til að þjálf­un bíl­stjóra verði auk­in til muna og tölvu- og síma­kerfið verði skoðað á hlut­laus­an hátt og það borið sam­an við aðra mögu­leika.

Frétt mbl.is í heild