Skip to main content
Frétt

Norræn upplýsingasíða um notendastýrða persónulega aðstoð opnuð

By 30. ágúst 2010No Comments
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, opnaði í gær norræna upplýsingasíðu um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fólk með fötlun. Allar Norðurlandaþjóðirnar stóðu saman að verkefninu undir stjórn Íslendinga.

Ísland fór með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2009 og beitti sér þá fyrir þeirri hugmynd að safna upplýsingum um framkvæmd og lagaumhverfi þessa þjónustuforms meðal norrænu þjóðanna og leggja þannig saman reynslu þeirra, þekkingu og árangur. Slíkt þjónustuform hefur verið til í rúmleg 25 ár í Svíþjóð og álíka langan tíma í Danmörku og Noregi. 

Notendastýrð persónuleg aðstoð felst í því að fólk með sértækar þjónustuþarfir vegna skertrar færni, til dæmis alvarlegrar hreyfihömlunar, stjórnar því sjálft hvers konar stoðþjónustu það nýtur, hvar og hvernig hún er veitt, að hve miklu leyti og af hálfu hvers.

NPA-miðstöð á Íslandi var stofnuð 16. júní síðastliðinn. Sjá nánar á heimasíðu miðstöðvarinnar, npa.is