Skip to main content
Frétt

Norræn verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf

By 28. janúar 2015No Comments
Reykjavík, Osló, Kaupmannahöfn, Helsinki og Stokkhólmur hafa tekið höndum saman um Norræna verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf.

Taktu þátt í að aðstoða Norrænar höfuðborgir að leysa alvöru áskorun. Íbúar Norðurlandanna eru að eldast og eftirspurn eftir lausnum fyrir aldraða og fatlað fólk er að aukast segir á vef Reykjavíkurborgar. 

Föstudaginn 30. janúar klukkan 8.30 mun borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, hefja keppnina á Íslandi í Tjarnarsal Ráðhússins. Keppninni er ætlað að auka lífsgæði fatlaðs fólks og endurspeglaa norræn gildi.  Saman eiga borgirnar að vinna að því að leita lausna sem auka jafnræði meðal íbúa.

Leitað eftir tæknilausnum

Keppnin er liður í því að þróa Norræna velferðarkerfið og eru vonir til þess að bestu tæknilegu lausnirnar í keppni  verði til þess að hjálpa öldruðu og fötluðu fólki til að búa heima eins lengi og kostur er og að að lifa sjálfstæðu lífi.

Vegleg verðlaun

Aðalverðlaun eru ríflega 17 milljónir íslenskra króna eða ein milljón norskar krónur. Auk aðalverðlauna verða veitt sérstök verðlaun fyrir þverfaglega Norræna samvinnu og námsmannaviðurkenning.

Allir með góða hugmynd geta tekið þátt. Vel er  haldið utan um keppendur á meðan á keppninni stendur segir á vef Reykjavíkurborgar og þeim  boðnar vinnusmiðjur, leiðsögn, þverfagleg samvinna og samstarf við Norrænu höfuðborgirnar fimm. 


Sjá nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar