Skip to main content
Frétt

Notendastýrð persónuleg aðstoð framlengd

By 29. janúar 2015No Comments

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð til ársloka 2016.

Á vef RÚV í dag kemur fram að félagsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð til ársloka 2016 eða þar til lokið er endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga. Sagt er að mikill samhljómur hafi verið á Alþingi í gær um mikilvægi aðstoðarinnar.

NPA grundvallarforsenda fyrir því að líða vel

Björt Ólafsdóttir var málshefjandi í umræðu á Alþingi í gær um framtíðarfyrirkomulag notendastýrðar persónulegrar aðstoðar. „Sjálfstæði fólks og sjálfstætt líf er grundvallarforsenda fyrir því að líða vel og geta þannig afkastað og verið virkur þegn í samfélaginu,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Aðrir þingmenn tóku í sama streng um mikilvægi þjónustunnar til framtíðar. Þeirra á meðal Steinunn Þóra Árnadóttir. 

Enn ekki komin nægileg reynsla á framkvæmd NPA

Félagsmálaráðherra hvatti til frekari umræðu um málefni fatlaðs fólks og hvatti sveitarfélögin til dáða en framlag ríkis er 20 prósent á móti 80 prósenta framlagi sveitarfélaga. „Í ljósi þess að enn er ekki komin nægileg reynsla á framkvæmd samstarfsverkefnisins um notendastýrða persónulega aðstoð hef ég sem sagt ákveðið að höfðu samráði við samband íslenskra sveitarfélaga ákveðið að framlengja verkefnið um tvör ár,“ sagði Eygló Harðardóttir og í frumvarpi sem hún hefur lagt fram er lagt til að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest sem þjónustuúrræði fyrir fatlað fólk.