Skip to main content
Frétt

Ný fésbókarsíða – Aðgengi skiptir máli

By 11. apríl 2014No Comments

SEM samtökin, MND félagið og Sjálfsbjörg leggja í herferð til að vekja athygli á aðgengi

Þetta skiptir okkur öllu máli og það eru ekkert örfáir einstaklingar sem aðgengi snertir, þetta er virkilega stór hópur,
einn þriðji af þjóðinni,“ segir Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna. Hann segir að um 7.000 manns séu annað hvort í hjólastól eða með göngugrindur. Miðað við að 15-16 séu í nánustu fjölskyldu hvers og eins að meðaltali séu þetta alls 112.000 manns. Skora félögin á alla sem eru tengdir fólki í hjólastólum, að versla frekar þar sem allir eru velkomnir.“


Viðtal við Arnar Helga birtist í Fréttatímanum 11. apríl 2014