Skip to main content
Frétt

Ný heimasíða Embættis landlæknis

By 26. júní 2012No Comments

Sameinað og endurbætt efni Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins eftir sameiningu þessara tveggja stofnana

Á nýjum vef Embættis landlæknis er áhersla lögð á greinagóðar og aðgengilegar upplýsingar fyrir notendur, hvort sem um er að ræða tölulegar upplýsingar, fræðslu fyrir almenning um heilsueflingu eða heilbrigðisþjónustu eða upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Á vefnum er nú sú nýjung á forsíðu vefsins að hægt er að nálgast fræðslu og upplýsingar sem snerta mismunandi aldurshópa. Einn smellur á hnapp ákveðins aldurshóps og mikið safn ítarlegri upplýsinga kemur í ljós.

Tengill á nýju heimasíðu Embættis landlæknis