Skip to main content
Frétt

Ný lög ÖBÍ og nýtt skipulag kynnt.

By 20. nóvember 2014No Comments

Á  aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem lauk 13. nóvember síðastliðin voru samþykkt ný heildarlög bandalagsins og marka þau tímamót í 53 ára gömlu starfi bandalagsins. Lögin kalla á nýtt innra skipulag. 

Það sem áður hét aðalstjórn og hafði einn fulltrúa hvers félags innanborðs eða 37 stjórnarmenn verður nú stjórn með 19 stjórnarmönnum.  Stjórn fer með æðsta vald bandalagsins á milli aðalfunda. Þá verður framkvæmdaráð skipað formanni, varaformanni, gjaldkera og tveimur öðrum aðalmönnum úr stjórn og tveimur varamönnum. Framkvæmdaráð afgreiðir mál milli stjórnarfunda og leggur meiri háttar mál í hendur stjórnar. Þá getur stjórn einnig vísað málum til framkvæmdaráðs til frekari útfærslu og afgreiðslu.