Skip to main content
Frétt

Ný lög um almannatryggingar væntanleg í vetur?

By 19. ágúst 2009No Comments
Á aðalstjórnarfundi ÖBÍ sem haldinn var 12 ágúst sl. kynnti formaður verkefnastjórnarinnar, prófessor Stefán Ólafsson, drög að skýrslu um endurskoðun almannatrygginga.

Verkefnastjórn um endurskoðun almannatrygginga sem skipuð var 2007, af þáverandi félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur nú skilað af sér skýrslu til Félags- og tryggingamálaráðuneytis um endurskoðun almannatrygginga.

Óskað var eftir kynningu á skýrslunni á fundi aðalstjórnar ÖBÍ, þar sem beiðni um umsögn ÖBÍ hefur borist frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Stefán sagði megintillögurnar liggja í nýskipan almannatryggingakerfisisn þar sem áhersla er lögð á einföldun kerfisins, meðal annars með fækkun bótaflokka og einfaldari og sanngjarnari notkun frítekjumarka og reglna um skerðingu bóta. Stefán sagði að með framlagningu þessarar skýrslu til ráðneytisins væri boltin úr þeirra höndum og nú hæfist vinna í ráðuneytinu við gerð nýrra laga um almannatryggingar.

ÖBÍ mun fylgjast glöggt með þeirri vinnu sem framundan er. Umsögn til ráðuneytisins um skýrsluna er nú í lokavinnslu hjá framkvæmdastjórn ÖBÍ.

Frétt á heimasíðu Félags- og tryggingamálaráðuneytis