Skip to main content
Frétt

Ný og spennandi námskeið hjá TMF Tölvumiðstöð

By 2. september 2011No Comments
Haustdagskrá námskeiða er komin á heimasíðu TMF, tölvumiðstöðvar. Nokkur ný og spennandi námskeið eru í boði ásamt öðrum vinsælum námskeiðunum. Meðal nýrra námskeiða má nefna:
  • Tölvan sem kennslutæki og verkfæri nemenda. Tölvan er gagnlegt verkfæri fyrir alla nemendur og ekki síst fyrir nemendur með lestrar- og skriftarerfiðleika (lesblindu). Ef tæknin  er tekin inn snemma í námi er hægt að ná fram góðri lestrar- og ritleikni.
  • Farsímar, snjallsímar, iPad – stuðningstæki í daglegu lífi. Það að hafa ekki stjórn á og yfirsýn yfir verkefni dagsins getur valið óróleika og vanlíðan. Almenn tæki eins og farsímann má nota sem hjálpartæki. 
  • Lærðu að búa til gagnvirk verkefni í PowerPoint með texta, þínum myndum, innlesnu tali, hreyfimyndum og hljóði. Á námskeiðinu eru margmiðlunareiginleikar PowerPoint notaðir til að búa til lifandi frásagnir eins og litlar bækur/sögur, félgshæfnisögur og námsverkefni.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu tölvumiðstöðvarinnar, tmf.is